Velferðarnefnd
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Þrjú trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Stefnumótun félagsmálanefndar (og starfsmarkmið) - 2007120001
Deildarstjórar í Búsetu, Hvestu og Skammtímavistun mættu til fundarins og gerðu grein fyrir starfsáætlunum þjónustueininganna fyrir árið 2012. Félagsmálanefnd þakkar kynninguna og Hvestu fyrir kertagjöf. Afgreiðslu starfsáætlana er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
3.Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun og verklag. - 2011120028
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju sinni með reglurnar og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar með þeim fyrirvara að þeir aðilar sem hafa fengið aukavistun vegna erfiðrar fötlunar og félagslegra aðstæðna verði ekki fyrir skerðingu á þjónustu í skammtímavistun. Þjónustu við þá einstaklinga verði haldið áfram þar til varanlegt búsetuúrræði liggur fyrir.
4.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091
Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri Fjölskyldusviðs gerði grein fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.
6.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur og leggur til að bæjarstjórn geri það einnig.
7.Tilkynningaskylda - óskráðir einstaklingar sem leita til félagsþjónustu - 2011110050
Lagt fram til kynningar.
8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2012. - 2011120021
Félagsmálanefnd samþykkir styrk til Vesturafls sem nemur kr. 900.000,- á árinu 2012.
9.Rekstur Stígamóta 2012 - styrkbeiðni - 2011110040
Félagsmálanefnd hafnar erindinu en leggur áherslu á að styrkja sambærilega þjónustu í heimabyggð.
10.Öryggi barna hjá dagforeldrum - 2011110024
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd beinir því til leik- og daggæslufulltrúa, sem sér um framkvæmd og eftirfylgni reglugerðarinnar, að kynna sér framkomið erindi.
11.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. - 2010070042
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
12.20 ára afmæli Tourette-samtakanna - bókargjöf - 2011120002
Félagsmálanefnd þakkar bókargjöfina og óskar Tourette samtökunum til hamingju með afmælið og velfarnaðar í störfum sínum.
Fundi slitið - kl. 16:00.