Velferðarnefnd

399. fundur 11. júní 2015 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Guðný Harpa Henrysdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 399. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Aron Guðmundsson boðaði forföll og í hans stað mætti Magnús Bjarnason.Steinþór Bragason boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hans stað. Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006

Lagt fram erindi frá Báru Jóhannesdóttur Guðrúnardóttur verkefnisstjóra Sólstafa Vestfjarða dags. 4. júní 2015 vegna beiðnar Sólstafa um samstarfssamning. Í bréfinu er farið yfir starfsemi samtakanna, framlögðum spurningum félagsmálanefndar svarað og lögð fram fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að skoða nánar grundvöll fyrir samstarfssamningi við Sólstafi.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd samþykkir jafnréttisáætlunina með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

4.Félagsstarf eldri borgara á Þingeyri. - 2015060044

Lagt fram erindi frá Jóhönnu Gunnarsdóttur dags. 8. júní 2015 þar sem óskað er eftir endurskoðun á opnunartíma í félagsstarfi eldri borgara á Þingeyri.
Félagsmálanefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Aukinni opnun yfir sumartímann verður vísað til fjárhagsáætlunar.

5.Samningur um ferðaþjónustu fyrir blinda - 2012090066

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Blindrafélagið, vegna ferðaþjónustu fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar sem eru skráðir lögblindir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.
Félagsmálanefnd samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að hún geri það einnig.

6.Niðurstöður 2015 - 2015040016

Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2015 þar sem skoðaðir voru hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ, nemenda í 5.-7. bekk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?