Velferðarnefnd
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
2.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072
Félagsmálanefnd gerir ákveðnar athugasemdir við framkomnar tillögur á reglum um sérstakar húsaleigubætur og felur starfsmönnum að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum.
3.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091
Rætt um drög að gjaldskrám á fjölskyldusviði. Starfsmanni falið að gera tillögur að gjaldskrárbreytingum í samræmi við umræður á fundinum sem verði lagðar fram í bæjarstjórn. Jafnframt rætt um fjárhagsáætlanir í þjónustueiningum í fötlunarþjónustu.
4.Ársskýrsla 2010 og styrkbeiðni - Samtök um kvennaathvarf - 2011050042
Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um erindið.
Í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samþykkir félagsmálanefnd að veita rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 30.000,- .
5.Ársskýrsla ÖBÍ 2010-2011 - 2011110015
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Lögð fram til kynningar og umræður um fundargerðina. Forstöðumanni fjölskyldusviðs er falið að senda fyrirspurn til BsVest, þar sem misræmis gætir í bókunum stjórnar BsVest annars vegar og verkefnahóps BsVest hins vegar, um gildistöku nýrra reglna um skammtímavistun.
A) Staða verkefnastjóra BsVest. 2009-10-0001.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar vekur athygli á að þegar verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða var ráðinn til starfa í febrúar 2011, þá var það til átta mánaða í 80% starfshlutfalli, með endurskoðunarákvæði á haustdögum 2011. Þar sem sá tím
Fundi slitið - kl. 18:00.
Trúnaðarmálið rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.