Velferðarnefnd

393. fundur 24. nóvember 2014 kl. 12:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Guðný Harpa Henrysdóttir varaformaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 393. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Hildur Elísabet Pétursdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Arna Ýr Kristinsdóttir. Aron Guðmundsson boðaði forföll og í hans stað mætti Magnús Þ. Bjarnason. Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Daggæsla í heimahúsi - 2014110042

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 24. nóvember 2014 þar sem Ástrún Þórðardóttir kt. 140593-3039 sækir um leyfi til daggæslu barna hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Pólgötu 5 á Ísafirði. Tilskilin vottorð liggja fyrir.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Að ári liðnu skal endurnýja leyfið skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

Samþykktin tekur gildi þegar lokaúttekt daggæslufulltrúa hefur farið fram.

3.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. - 2014100054

Bæjarráð vísar erindi nefndarsviðs Alþingis, frá 23. október sl., til félagsmálanefndar, þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.
Félagsmálanefnd leggst alfarið gegn því að frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak nái fram að ganga. Mikil vinna fer fram í forvarnarstarfi með ungmennum og telur nefndin að breytingin á lögunum stefni þeirri vinnu í uppnám.

4.Endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál - tillaga til þingsályktunar - 2014110026

Bæjarráð vísar beiðni um umsögn til félagsmálanefndar.

Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að senda allsherjar- og menntamálanefnd umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar er þeirrar skoðunar að meginreglan ætti að vera sú að lögheimili hjóna sé á sama stað. Hins vegar eigi að vera hægt að sækja um undanþágu frá þeirri meginreglu með gildum rökum.

5.Störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu - samstarfsverkefni VMST ÖBÍ og Þroskahjálpar - 2014110029

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

Lagt fram kynningarbréf frá Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra dags. 10. nóvember 2014 um samstarfsverkefnið virkjum hæfileikana, alla hæfileikana.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Lagt fram vinnuskjal vegna endurskoðunar á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.
Lagt fram til kynningar.

7.Þingsályktun um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál. - 2014110060

Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem félagsmálanefnd er gefinn kostur á að senda velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að úrbætur verði gerðar í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna og að tillögurnar feli í sér sérstök barnateymi sbr. 5. þátt aðgerðaráætlunarinnar. Vísir að slíku teymi hefur verið starfandi á Vestfjörðum um árabil og hefur gjörbylt þjónustu við þennan hóp til hins betra. Verkefnið var tilkomið vegna stuðnings frá Kiwanis og klárast sá styrkur vorið 2015. Aðilar að teyminu eru Barna- og unglingageðdeild, barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og skólaþjónusta. Það er samróma álit allra sem að teyminu koma að afar mikilvægt sé að sambærilegt teymi starfi áfram.

8.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir funda nr. 40, 41 og 42.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar og umræður um þær.

9.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð nr. 40.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053

Lagðar fram fundargerðir nr. 75 og 76.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?