Velferðarnefnd

392. fundur 28. október 2014 kl. 12:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Guðný Harpa Henrysdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 392. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Sólveig Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll og ekki komst neinn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Niðurstöður launakönnunar fyrir Ísafjarðarbæ liggja fyrir og hefur sérfræðingur hjá RHA kynnt niðurstöðurnar og skilað skýrslu.
Markmið rannsóknar á launum starfsmanna Ísafjarðarbæjar var að greina hvort um kynbundinn launamun væri að ræða milli starfsmanna í sambærilegum störfum og stöðu hjá Ísafjarðarbæ. Niðurstaða RHA er sú að ekki er marktækur munur á launum kynjanna þegar skoðuð eru leiðrétt dagvinnulaun með tilliti til starfs, aldurs, yfirvinnu, símenntunarálags og persónuálags. Hafa ber í huga að úrtakið er fremur lítið sem gerir samanburð erfiðan í einhverjum tilvikum þar sem fáir aðilar geta verið í flokkum sem verið er að bera saman.

Félagsmálanefnd leggur áherslu á að við gerð næstu könnunar verði reynt að taka tillit til hvort yfirvinna er unnin eða óunnin. Jafnframt að teknar verði með breyturnar menntun og starfsaldur.

3.Vinnuver - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

Lagt fram erindi frá Hörpu Lind Kristjánsdóttur forstöðumanni SEV og Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni VA dags. 21. 10. 2014 þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu Vinnuveri.
Félagsmálanefnd tekur vel í erindið vegna jákvæðra samfélagslegra áhrifa sem verkefnið getur leitt af sér. Nefndin felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum.

4.Þjónustuhópur aldraðra, nefndarmenn - 2014080061

Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur, starfsmanni fjölskyldusviðs.
Félagsmálanefnd felur þjónustuhópi að koma með drög að erindisbréfi fyrir hópinn.

5.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur vegna vinnu við endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.
Lagt fram til kynningar og rætt um breytingar á reglunum.

6.Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 - 2014100058

Lögð fram stefna velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. - 2014100054

Lagt fram frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að gera athugasemdir við frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.

8.Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál - 2014100059

Lagt fram frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?