Velferðarnefnd
1.Breyting á skipan í félagsmálanefnd. - 2011090093
2.Jafnréttisáætlun - 2010050008
Jafnframt lögð fram verkáætlun vegna vinnu við gerð jafnréttisáætlunar.
Föstudaginn 30. september n.k. koma fulltrúar frá Jafnréttisstofu. Þá gefst bæjarfulltrúum, nefndarmönnum og starfsmönnum kostur á fræðslu og ráðgjöf vegna vinnu við gerð jafnréttisáætlunar og kynjasamþættingaraðferðin verður kynnt.
Félagsmálanefnd samþykkir að í vinnu við gerð jafnréttisáætlunar verði útgangspunkturinn kynjajafnrétti en við endurskoðun á stefnunni verði tekið tillit til fleiri þátta. Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað og leggur til að í vinnu við fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir fjármagni vegna launakönnunar.
3.Trúnaðarmál. - 2011090094
4.Rekstur Verslunar íbúa Hlífar. - 2011090089
Félagsmálanefnd óskar eftir frekari útfærslu á tillögunum, ásamt kostnaðaráætlun, fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga gegn kynbundnu ofbeldi - 2011090051
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að skoða aðgerðaáætlanir hjá sveitarfélögum sem hafa sett sér aðgerðaáætlun varðandi kynbundið ofbeldi og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi.
6.Velferðarvaktin, hvatnig í upphafi skólaárs. - 2011090090
Lagt fram til kynningar.
7.Sumardvöl í Reykjadal 2011 - styrkbeiðni - 2011090038
Félagsmálanefnd samþykkir erindið.
8.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091
Umræður um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Fjölskyldusvið.
9.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd tekur undir orð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis og fagnar ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
11.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir 2011 - Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 2011090041
Lagt fram til kynningar. Umræður um yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Gunnar Þórðarson ítrekaði þörfina fyrir greinargerð um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar þakkar Ragnhildi Sigurðardóttur fyrir samstarfið í félagmálanefnd og býður Jónu Benediktsdóttur velkomna til starfa.