Velferðarnefnd

360. fundur 23. september 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Dagskrá

1.Breyting á skipan í félagsmálanefnd. - 2011090093

Þann 1. september s.l. samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þá breytingu á skipan í félagsmálanefnd að Ragnhildur Sigurðardóttir víkur sem aðalfulltrúi og Jóna Benediktsdóttir tekur til starfa í hennar stað.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar þakkar Ragnhildi Sigurðardóttur fyrir samstarfið í félagmálanefnd og býður Jónu Benediktsdóttur velkomna til starfa.

Ari Klængur Jónsson mætti til fundarins undir þessum lið.

2.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lagt fram minnisblað dags. 27. september 2011 frá Ara Klæng Jónssyni og Sædísi Maríu Jónatansdóttur þar sem óskað er eftir afstöðu félagsmálanefndar til þess hvort jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eigi að taka til fleiri mismunabreyta en kynjajafnréttis s.s. aldurs, fötlunar, heilsufars, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, kynþáttar og búsetu.
Jafnframt lögð fram verkáætlun vegna vinnu við gerð jafnréttisáætlunar.
Föstudaginn 30. september n.k. koma fulltrúar frá Jafnréttisstofu. Þá gefst bæjarfulltrúum, nefndarmönnum og starfsmönnum kostur á fræðslu og ráðgjöf vegna vinnu við gerð jafnréttisáætlunar og kynjasamþættingaraðferðin verður kynnt.

Félagsmálanefnd samþykkir að í vinnu við gerð jafnréttisáætlunar verði útgangspunkturinn kynjajafnrétti en við endurskoðun á stefnunni verði tekið tillit til fleiri þátta. Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað og leggur til að í vinnu við fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir fjármagni vegna launakönnunar.

Ari vék af fundi.

3.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fimm trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
Anna Valgerður Einarsdóttir vék af fundi.

4.Rekstur Verslunar íbúa Hlífar. - 2011090089

Lagt fram minnisblað dags. 26. september 2011 þar sem fram koma tillögur að breyttu rekstrarfyrirkomulagi Verslunar íbúa Hlífar.

Félagsmálanefnd óskar eftir frekari útfærslu á tillögunum, ásamt kostnaðaráætlun, fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga gegn kynbundnu ofbeldi - 2011090051

Lagt fram áframsent erindi frá 717. fundi bæjarráðs, bréf frá Velferðarráðuneytinu dagsett 9. september s.l. Bréfið varðar ábendingar ráðuneytisins til sveitarfélaga, um að þau geri aðgerðaáætlanir, um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum. Jafnframt kemur fram að aðgerðaáætlunin er unnin fyrir tilskipan jafnréttissáttmála Sambands evrópskra sveitarfélaga, en í þeim sáttmála er kveðið á um aðgerðir sveitarfélaga gegn kynbundnu ofbeldi. Þó nokkur sveitarfélög hafa undirritað sáttmálann og hafa aðgerðaáætlun í burðarliðnum.

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að skoða aðgerðaáætlanir hjá sveitarfélögum sem hafa sett sér aðgerðaáætlun varðandi kynbundið ofbeldi og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi.

6.Velferðarvaktin, hvatnig í upphafi skólaárs. - 2011090090

Lagt fram bréf dags. 1. sept. s.l. frá velferðarvaktinni. Tilefni bréfsins er upphaf skólaárs og vill velferðarvaktin beina því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs t.d. með því að tryggja að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi. Bendir velferðarvaktin á mikilvægi þess að kostnaði vegna skólamáltíða sé haldið í lágmarki. Niðurstöður könnunar velferðarvaktarinnar á líðan barna, eru væntanlegar.

Lagt fram til kynningar.

7.Sumardvöl í Reykjadal 2011 - styrkbeiðni - 2011090038

Lagt fram bréf dags. 31. ágúst s.l. frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í bréfinu kemur fram beiðni um styrk að upphæð kr. 122.700,- vegna þátttöku barna frá Ísafjarðarbæ í sumarbúðunum að Reykjadal sumarið 2011.

Félagsmálanefnd samþykkir erindið.

8.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091

Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs gerir grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Umræður um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Fjölskyldusvið.

9.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir 6. til 9. fundar verkefnahóps Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir 5. og 6. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd tekur undir orð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis og fagnar ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

11.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053

Fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 68. fundi.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2011 - Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 2011090041

Fundargerð frá 10. fundi starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar. Umræður um yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Gunnar Þórðarson ítrekaði þörfina fyrir greinargerð um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?