Velferðarnefnd

481. fundur 24. september 2024 kl. 14:30 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Edda María Hagalín fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar var viðstödd umræður undir fyrsta lið dagskrár.

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Gjaldskrá 2025 fyrir Velferðarsvið lögð fram til síðari umræðu.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt með þeim breytingum sem starfsmönnum er falið að gera með vísan til umræðna á fundinum.

2.Kvennaathvarfið - umsókn um styrk - 2024090096

Kvennaathvarfið óskar eftir rekstararstyrk að upphæð kr. 200.000.- fyrir árið 2025.
Velferðarnefnd samþykkir erindið enda er gert ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, líkt og endranær.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?