Velferðarnefnd

390. fundur 08. september 2014 kl. 12:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Björk Jóhannsdóttir varamaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 390. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Guðný Harpa Henrýsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir. Hildur Elísabet Pétursdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Arna Ýr Kristinsdóttir.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Tvö trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd en í drögunum er búið að gera breytingar í samræmi við umræður á síðasta fundi nefndarinnar.
Smávægilegar breytingar voru gerðar á erindisbréfinu á fundinum. Félagsmálanefnd vísar erindisbréfinu til bæjarstjórnar og leggur til að það verði samþykkt með áorðnum breytingum.

3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2015 - 2014080060

Lögð fram drög að gjaldskrá fjölskyldusviðs fyrir árið 2015.
Rætt um gjaldskrána og starfsmönnum falið að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. Almennt hækkar gjaldskráin um 3,4%.

Rætt um þátttöku leigjenda í þjónustuíbúðum á Hlíf 1 í hússjóði fyrir þjónustuíbúðirnar. Starfsmönnum falið að koma með tillögu að hússjóði sem verði lagður á í þrepum á næstu þremur árum. Hússjóðsgjaldið komi fyrst til greiðslu í júlí 2015.

Rætt um hækkun á gjaldskrá vegna sálfræðiþjónustu.

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fjölskyldusviðs verði samþykkt með áorðnum breytingum sem liður í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

4.Húsaleigubætur 2015 - 2014090006

Lagt fram bréf dags. 27. ágúst s.l. frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta fjárhagsárið 2015. Jafnframt lagt fram bréf dags. 27. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir upplýsingum um heildargreiðslur sveitarfélagsins á sérstökum húsaleigubótum fyrir fjárhagsárið 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Þjónustuhópur aldraðra, nefndarmenn - 2014080061

Rætt um fulltrúa í þjónustuhópi aldraðra.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði kjörin formaður þjónustuhóps aldraðra fyrir hönd félagsmálanefndar og Gunnhildur Björk Elíasdóttir verði kjörin varaformaður.

Guðmundur Kjartan Davíðsson, læknir, og Halldóra Hreinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, eru tilnefnd fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

6.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2013. - 2014090028

Lögð fram skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2013.
Umræður um skýrsluna. Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis frá fundum nr. 34-37.
Umræður um fundargerðirnar sem eru lagðar fram til kynningar.

8.Niðurstöður 2014 - 2014060001

Lögð fram skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um Hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014 og einnig skýrsla um vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi 2013 sem unnin var fyrir Menntaskólann á Ísafirði.
Umræður um skýrslurnar sem eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?