Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020
Á 1254. fundi bæjarráðs, þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Var jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Málið var aftur tekið fyrir á 1271. fundi bæjarráðs, þar sem drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar voru lögð fram.
Var málinu vísað til umsagnar velferðarnefndar.
Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Málið var aftur tekið fyrir á 1271. fundi bæjarráðs, þar sem drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar voru lögð fram.
Var málinu vísað til umsagnar velferðarnefndar.
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með gerð málstefnu Ísafjarðarbæjar.
2.Vestfirðir saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - 2024010177
Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu „Vestfirðir saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum.“
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með drög að samstarfsyfirlýsingunni og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.
3.Verkefnalisti velferðarnefndar - 2024010226
Lögð fram til kynningar drög að verkefnalista velferðarnefndar
Velferðarnefnd felur sviðsstjóra og deildarstjórum á velferðarsviði að vinna listann áfram og leggja fyrir næsta fund þar sem verkefnum verði forgangsraðað. Velferðanefnd samþykkir að hefja endurskoðun á reglum um ferliþjónustu og felur starfsmönnum að setja málið á dagskrá næsta fundar.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðslögun einstaklinga, nr. 101/2010 og frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002.
Lagt fram til kynningar
5.Þjónustukönnun - 2023060025
Umræða um könnun fyrir notendur þjónustu sveitarfélagsins.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að hefja undirbúning og mun kalla til sérstaks fundar fyrir 1. mars næstkomandi.
6.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2024 - 2027 - 2023120004
Umræður um mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar og gerð áætlun um næstu skref í vinnslu nýrrar stefnu.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að koma á kynseginfræðslu fyrir nefndina, starfsmenn Ísafjarðarbæjar og stofnanir sem koma að velferðarmálum í sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?