Velferðarnefnd

475. fundur 07. desember 2023 kl. 14:30 - 15:55 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur frá Ásthildi Linnett, f.h. félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 13. nóvember 2023, þar sem kynnt er að í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Opið er fyrir umsagnir um grænbók til 8. desember 2023.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1263. fundi sínum, og vísaði málinu til afgreiðslu í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

3.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Kynntur samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynningu á samningnum.

4.Gott að eldast - tilraunaverkefni um samþættingu - 2023060021

Kynning á framgangi verkefnisins Gott að eldast.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna á verkefninu Gott að eldast og fagnar því að við séum þátttakendur í verkefninu.

5.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2024 - 2027 - 2023120004

Gildandi mannréttindastefna lögð fram. Hefja þarf undirbúning að gerð nýrrar mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar 2024 til 2027.
Umræður um mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar og gerð áætlun um næstu skref í vinnslu nýrrar stefnu.

6.Móttaka flóttamanna 2023 - 2023010017

Kynning á framgangi mála í móttöku flóttamanna í Ísafjarðarbæ og Súðarvíkurhreppi og sagt frá heimsókn Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins.
Velferðarnefnd þakkar kynninguna á framgangi mála í móttöku flóttamanna.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?