Velferðarnefnd

474. fundur 21. nóvember 2023 kl. 13:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til kynningar. Breyting er gerð á 3. gr. og 5. gr. reglna fyrir árið 2024 í samræmi við fjárhagsáætlunargerð.
Velferðarnefnd samþykkir breytingar á 3. gr. og 5.gr. reglna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

3.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2024 - 2023110090

Kynnt umsókn í lýðheilsusjóð Heilbrigðisráðuneytis árið 2024 í samvinnu við Héraðssamband Vestfjarða (HSV), Stöðina heilsurækt og Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.
Velferðarnefnd fagnar umsókn í Lýðheilsusjóð.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?