Velferðarnefnd

472. fundur 14. september 2023 kl. 14:30 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir varamaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrá 2024 fyrir velferðarsvið lögð fram til fyrstu umræðu.
Velferðarnefnd frestar ákvörðun gjaldskrár fram að næsta fundi og starfsmönnum falið að leggja fram gögn í samræmi við umræður á fundinum.
Védís og Edda yfirgáfu fund kl 15:00. Bryndís yfirgaf fund kl. 15:15.

Gestir

  • Védís Geirsdóttir - mæting: 14:30
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 14:30
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari - mæting: 14:30

2.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum lagður fram til kynningar. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 7. september 2023 að samþykkja samninginn.
Bryndís Ósk Jónsdóttir og Margrét Geirsdóttir kynntu samning um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum.

3.Ársskýrsla 2022 - 2023070047

Ársskýrsla Vesturafls 2022 lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 22. júní 2023, þar sem félags- og vinnumarkaðsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 118/2023, „Breytingar á lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.“ Umsagnarfrestur er til og með 21. júlí 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 fyrir Hlíf lögð fram til fyrstu umræðu.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðar að lögð verði sérstök áhersla á viðhald húsnæðis á Hlíf sem nýtt er í þjónustu við aldraða. Nefndin felur starfsmönnum að tiltaka áhersluþætti í framkvæmdaáætlun.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?