Velferðarnefnd

470. fundur 11. maí 2023 kl. 14:30 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Kynjahlutfall í fastanefndum - 2018100072

Lögð fram til kynningar samantekt um hlutfall kynja í fastanefndum 2023 í samræmi við Mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna, og starfsmönnum er falið að hefja undirbúning nýrrar mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.

2.Móttaka flóttamanna 2023 - 2023010017

Lögð fram til kynningar samræmd móttaka flóttafólks.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna og felur starfsmanni að vinna að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 24. apríl 2023, um að mennta- og barnamálaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 85/2023, tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027. Umsagnarfrestur er til og með 08.05.2023.

Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, var lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 25. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí 2023.

Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?