Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Kynjahlutfall í fastanefndum - 2018100072
Lögð fram til kynningar samantekt um hlutfall kynja í fastanefndum 2023 í samræmi við Mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna, og starfsmönnum er falið að hefja undirbúning nýrrar mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.
2.Móttaka flóttamanna 2023 - 2023010017
Lögð fram til kynningar samræmd móttaka flóttafólks.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna og felur starfsmanni að vinna að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 24. apríl 2023, um að mennta- og barnamálaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 85/2023, tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027. Umsagnarfrestur er til og með 08.05.2023.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, var lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 25. apríl 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí 2023.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar til afgreiðslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?