Velferðarnefnd
Dagskrá
Svala Sif Sigurgeirsdóttir sat fundinn.
1.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2022 - 2022030071
Byggðasamlag Vestfjarða kynnir starfssemi sína.
Kynningu frestað fram að næsta fundi
2.Dagvist aldraðra 2022 - 2022050057
Kynning á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar um þjónustu í almennri dagdvöl og dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.
Drög að samningi lögð fram til kynningar.
3.Félagslegar íbúðir 2022 - 2022110006
Kynning á drögum að reglum Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði kynnt fyrir velferðarnefnd. Velferðarnefnd er hlynnt því að reglur um félagslegt leiguhúsnæði hjá Ísafjarðarbæ verði samræmdar á þann hátt sem drögin leggja til. Nefndin hvetur til að unnið verði áfram með drögin í samræmi við umræður á fundinum.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?