Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Afgreiðslu trúnaðarmála frestað til næsta fundar.
2.Móttaka flóttamanna 2022 - 2022030060
Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, dagsett þann 5. júlí 2022 um samþykkt styrks vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta. Samþykkt var að veita Ísafjarðarbæ styrk að upphæð kr. 200.000.-
Velferðarnefnd þakkar mennta- og barnamálaráðuneyti fyrir veittan stuðning vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta.
3.Móttaka flóttamanna 2022 - 2022030060
Lögð fram til kynningar umsókn um styrk til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta. Síðari úthlutun.
Velferðarnefnd styður ákvörðun velferðarsviðs að sækja um síðari úthlutun og þakkar um leið mennta- og barnamálaráðuneyti fyrir veittan stuðning við börn á flótta.
4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Kynnt gjaldskrá velferðarsviðs árið 2022 og tillögur að hækkun fyrir árið 2023.
Velferðarnefnd þakkar kynningu á gjaldskrá og felur starfsmönnum að vinna tillögu að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. Breytingar eru í samræmi við leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings sem uppfærðar voru í félagsmálaráðuneytinu í desember 2020.
Velferðarnefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Ísafjarðarbæjar enda rúmast áhrif breytinganna innan fjárheimilda nefndarinnar og styður við einstaklinga í tekjulægsta hópnum. Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar.
6.Farsæld barna 2022 - 2022090032
Lögð fram til kynningar ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86 22. júní 2021 og sviðstjóri mun fara yfir væntanlegar breytingar á starfi velferðarsviðs og nefndarinnar.
Velferðarnefnd þakkar sviðsstjóra fyrir greinargóða kynningu.
7.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005
Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni er varðar mál nr. 135/2022, drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni um mál nr. 137/2022, drög að reglugerð um brottfall reglugerða á sviði barnaverndar.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni um mál nr. 140/2022, drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.), nr. 366/2005.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni um mál nr. 138/2022, drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga, nr. 652/2004.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt Alþingis, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni um mál nr. 139/2022, drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?