Velferðarnefnd

463. fundur 05. maí 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Harpa Björnsdóttir formaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

2 trúnaðarmál lögð fyrir.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar undir viðkomandi einstaklingsmálum.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. Breytingar eru í samræmi við leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings sem uppfærðar voru í félagsmálaráðuneytinu í desember 2020.
Velferðarnefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Ísafjarðarbæjar enda rúmast áhrif breytinganna innan fjárheimilda nefndarinnar og styður við einstaklinga í tekjulægsta hópnum.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. maí 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál. Umsagnarfrestur er til 16. maí.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?