Velferðarnefnd

384. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson formaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 384. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Félagsmálanefnd þakkar Guðfinnu Hreiðarsdóttur fráfarandi formanni í félagsmálanefnd fyrir störf í þágu nefndarinnar. Gunnar Þórðarson tekur sæti sem formaður í stað Guðfinnu. Jafnframt býður félagsmálanefnd Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur velkomna til samstarfs við nefndina.

Björn Davíðsson mætti

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fimm trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Sædís María Jónatansdóttir greindi frá grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og gerði tillögu að hækkun samkvæmt reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki samkvæmt reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.

3.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040

Lögð fram tvö bréf, bæði dagsett 7. janúar 2014 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skili inn yfirliti yfir greiðslur almennra og sérstakra húsaleigubóta.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BSVest frá fundum nr. 32. 33 og 34.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu mála í málefnum fatlaðra hjá sveitarfélaginu og samskiptum við BSVest.

5.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053

Lagðar fram fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá fundum nr. 73 og 74.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Félagsmálanefnd felur þjónustuhópi aldraðra að endurskoða reglur um þjónustuíbúðir aldraðra í Ísafjarðarbæ og leggja endurskoðaðar reglur fyrir félagsmálanefnd.

6.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis frá fundi nr. 33.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis og fagnar aukinni þjónustu við aldraða í Ísafjarðarbæ.

7.Velferðarráðuneyti - Ýmis erindi 2014 - 2014010051

Lagt fram erindi frá Velferðarráðuneytinu dags. 7. janúar 2014 þar sem tilkynnt er um endurútgáfu á neyðarkortinu: Við hjálpum.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
a) Námskeið fyrir eldri borgara. Félagmálanefnd felur starfsmönnum að kanna grundvöll fyrir fjármálanámskeið fyrir eldri borgara.

b) Reglur Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að koma með tillögur að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?