Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
5 trúnaðarmál lögð fyrir.
2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyri, fjórða áfanga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í velferðarnefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í velferðarnefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd leggur til að tillaga 2a verði fyrir valinu og ekki verði hróflað við núverandi og fyrirhugaðri íþróttaaðstöðu.
3.Fyrirspurn um málefni aldraðra - 2021090076
Á 481. fundi bæjarstjórnar þann 14. október 2021 var lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um málefni eldri borgara, og samþykkti bæjarstjórn að leita umsagnar velferðarnefndar um tillögurnar.
Velferðarnefnd fagnar þessari tillögu bæjarfulltrúa Í- listann og leggur til að unnið verði áfram að bættri og aukinni samvinnu allra aðila er koma að málefnum aldraða. Velferðarnefnd tekur undir að skipaður verði vinnuhópur með skýra stefnu og skýr markmið sem starfi í þágu aldraðra.
4.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015
Lagt fram bréf Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, dagsett 3. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir fram lagi til starfsemi Stígamóta árið 2022.
Velferðarnefnd fagnar því að þjónusta Stígamóta sé í boði hér á svæðinu og óskar eftir samtali við fulltrúa Stígamóta varðandi framtíðar samstarf og fá kynningu á þeirri þjónustu sem þau eru að veita hér.
5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Lagðar fyrir upplýsingar um útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Starfsfólki falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?