Velferðarnefnd

381. fundur 08. október 2013 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir formaður
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson aðalmaður
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Björn Davíðsson aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 381. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og varamenn hennar einnig. Gunnar Þórðarson mætti til fundar kl. 16:50 eða þegar fundurinn byrjaði á Ísafirði. Thelma Björk Guðmundsdóttir nemi í félagsráðgjöf hjá fjölskyldusviði sat einnig fundinn.

1.Þjónusta við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði - 2011100019

Þrír fulltrúar úr félagsmálanefnd, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og starfsmenn fjölskyldusviðs fóru á fund við stjórn félags eldri borgara í Önundarfirði.
Rætt um þjónustu við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014 - 2013090014

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar og starfsmenn gerðu grein fyrir vinnu við gjaldskrá og fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014.
Umræður um gjaldskrá og fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd leggur að bæjarstjórn samþykki framkomna tillögu að gjaldskrá fyrir fjölskyldusvið.

4.Húsaleigubætur 2014 - 2013090029

Lagt fram erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 11. sept. s.l. þar sem tilkynnt er um skil á áætlun á greiðslu húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta.
Lagt fram til kynningar.

5.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Sviðsstjóri fór yfir ályktun landsfundar jafnréttisnefnda og kynnti jafnréttisviku og jafnréttisþing sem verður 24.október til 1. nóvember.
Umræður.
Björn Davíðsson vék af fundi kl. 17:50 þegar fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið var til umræðu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?