Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmál afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Kynning og styrkbeiðni 2021 - 2021020060
Lagður fram tölvupóstur Aldísar Jónínu Höskuldsdóttur forstöðukonu Dyngjunnar, dags. 12.janúar 2021, þar sem starfsemi áfangaheimilis er kynnt og óskað er eftir styrk.
Velferðarnefnd þakkar erindið, en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að svo stöddu.
3.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079
Á 451. fundi velferðarnefndar, þann 1. október 2020, voru kynntar tillögur úr skýrslu HLH ehf. um stjórnsýsluúttekt er varðar velferðarsvið.
Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra, dags. 11.október 2020, um tillögur er varða velferðarsvið.
Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra, dags. 11.október 2020, um tillögur er varða velferðarsvið.
Velferðarnefnd staðfestir niðurstöðurnar sem koma fram í minnisblaðinu.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?