Velferðarnefnd

380. fundur 10. september 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir formaður
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson aðalmaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Björn Davíðsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 380. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Félagsmálanefnd býður Björn Davíðsson, nefndarmann, og Hafdísi Gunnarsdóttur, starfsmann fjölskyldusviðs, velkomin til starfa.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Leyfi til daggæslu í heimahúsi - 2013080033

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 26. ágúst s.l. þar sem Lísbet Harðard. Ólafardóttir kt. 100885-2479 sækir um leyfi sem dagforeldri hjá Ísafjarðarbæ, á heimili sínu að Seljalandsvegi 6 á Ísafirði. Fyrir liggja samþykkt vottorð.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.
Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.

3.Ársreikningar 2011-2012 - 2013090013

Lagðir fram ársreikningar verslunar íbúa Hlífar fyrir árin 2011 og 2012 ásamt minnisblaði frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur.
Ársreikningar lagðir fram til kynningar. Nefndarmenn lýsa yfir ánægju með viðsnúninginn sem orðið hefur á rekstri verslunarinnar.

4.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lögð fram til kynningar Aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem gefin var út af velferðarráðuneytinu í október 2012 og gildir til loka ársins 2016. Jafnframt kynnt að jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er í skoðun en hann hefur að geyma leiðbeiningar um gerð launagreininga. Jafnréttisstofa hefur aðstoðað við upplýsingaöflun og leiðbeint um næstu skref og eru í gangi viðræður við aðila sem hafa reynslu af launakönnunum.
Áfram verði haldið með vinnu við könnun á launajafnrétti kynjanna.

5.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014 - 2013090014

Sviðsstjóri fjölskyldusvið kynnti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Umræður um fjárhagsáætlun.
Önnur mál.
Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi.

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri, greindi frá málþingi sem hún sótti um aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?