Velferðarnefnd

454. fundur 11. desember 2020 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt túnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061

Lagðar fram til kynningar reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, þar sem tekjuviðmið 6. gr. eru uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Velferðarnefnd fjallar um helstu áherslur velferðarmála í vinnu við endurnýjun á aðalskipulagi fyrir 2021-2033.
Skipulagður vinnufundur um endurnýjun á aðalskipulagi verður haldinn 7. janúar 2021, með aðal- og varamönnum.

4.Rauði krossinn - Samvinna í verkefnum - 2020120026

Kynntar tillögur frá Rauða krossinum á Ísafirði að samvinnu um verkefni jólaaðstoðar.
Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir fundi með fulltrúum Rauða krossins á svæðinu.

5.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2020110018

Lagðar fram til kynningar reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn frá tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglurnar voru samþykktar á 465. fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar framtaki félagsmálaráðuneytisins.

6.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lögð fram til kynningar 7. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála vegna Covid-19, dags. 6. nóvember 2020. Á 1129. fundi bæjarráðs, þann 9. nóvember 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Umsagnarfrestur var til 2. desember.
Á 1131. fundi bæjarráðs, þann 23. nóvember 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Umsagnarfrestur var til 2. desember.
Á 1131. fundi bæjarráðs, þann 23. nóvember 2020 var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.

Á 1132. fundi bæjarráðs, þann 30. nóvember 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.
Umsagnarfrestur var til 6. desember.

Á 1132. fundi bæjarráðs, þann 30. nóvember 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 1. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.
Umsagnarfrestur er til 15. desember nk.

Á 1133. fundi bæjarráðs, þann 7. desember 2020, var málinu vísað til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?