Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Fimm trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Gjaldskrár 2021 - 2020050033
Gjaldskrá velferðarsviðs 2021 lögð fram til kynningar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá veðri samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Meðal annars er lagt til að kostnaður við sálfræðiþjónustu verði óbreyttur.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.
Umsagnarfrestur er til 10. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Umsagnarfrestur er til 10. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Umsagnarfrestur er til 3. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 22. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Umsagnarfrestur er til 11. nóvember nk.
Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 26. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
6.Hlíf ýmis mál 2020 - 2020030056
Tekið fyrir mál frá fundi velferðarnefndar þann 23. október 2020 þar sem Björn Helgason og Kristín Þórisdóttir mættu til fundar við nefndina og kynntu mögulegar útfærslur á rekstri verslunar á Hlíf. Þau óska eftir að húsnæðið sem áður hýsti verslun verði áfram nýtt undir verslunarrekstur. Mögulega gæti húsnæðið samnýst með annarri þjónustu. Jafnframt óska þau eftir framlagi frá Ísafjarðarbæ í formi styrks fyrir leigu á húsnæðinu, ræstingu, hita og rafmagni, sem og aðgangi að interneti.
Velferðarnefnd hafnar erindinu og vísar til fyrri ákvörðunar um að sveitarfélagið hafi ekki aðkomu að rekstri verslunar. Auk þess er það mat nefndarinnar að ef ráðstafa ætti húsnæði sveitarfélagsins í verslunarrekstur þyrfti að horfa til lausna sem myndu nýtast öllum eldri borgurum sveitarfélagsins.
Mál númer 6 tekið inn með afbrigðum.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?