Velferðarnefnd

452. fundur 23. október 2020 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Þjónusta í málefnum aldraðra - 2020100075

Þjónusta í málefnum aldraðra kynnt.
Velferðarnefnd þakkar kynninguna og lýsir yfir stuðningi við að dagdeildarþjónusta verði efld.

3.Kvennaathvarfið á Norðurlandi: kynning og fræðsluefni - 2020100070

Lagt fram bréf frá Signýju Valdimarsdóttur, verkefnastýru, dags. 12. október 2020, þar sem starfsemi kvennaathvarfs á Norðurlandi er kynnt.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 13. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Umsagnarfrestur er til 27. október nk.

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15 október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Hlíf ýmis mál 2020 - 2020030056

Björn Helgason og Kristín Þórisdóttir, nefnd um rekstur verslunar á Hlíf, mæta til fundar og kynna mögulegar útfærslur á rekstri verslunar.
Velferðarnefndin þakkar nefndinni fyrir kynninguna og tekur málið til skoðunar.
Harpa Björnsdóttir, vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?