Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar - 2020040059
Lögð fram drög að mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með mannréttindastefnuna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt með orðalagsbreytingum sem gerðar voru á fundinum.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurðardóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 21. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. Umsagnarfrestur er til 20. apríl nk.
Erindið var tekið fyrir á 1100. fundi bæjarráðs þann 30. mars sl. þar sem því var vísað áfram í velferðarnefnd.
Erindið var tekið fyrir á 1100. fundi bæjarráðs þann 30. mars sl. þar sem því var vísað áfram í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 23. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál. Umsagnarfrestur er til 6. maí nk
Erindið var tekið fyrir á 1103. fundi bæjarráðs þann 27. apríl sl. þar sem því var vísað áfram í velferðarnefnd
Erindið var tekið fyrir á 1103. fundi bæjarráðs þann 27. apríl sl. þar sem því var vísað áfram í velferðarnefnd
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?