Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Sumarþjónusta við fötluð börn sumarið 2013. - 2013050031
Lögð fram greinargerð Hörpu Stefánsdóttur dags. 21. maí 2013 þar sem gerð er grein fyrir sumarþjónustu við fötluð börn sumarið 2013. Sumarþjónustan rúmast innan fjárhagsáætlunar 2013.
Lagt fram til kynningar.
2.Úttekt og úrbótaáætlun fyrir Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. - 2013050030
Lögð fram skýrsla Capacent dags. 11. desember 2012 þar sem greint er frá niðurstöðum úttektar og kynnt úrbótaáætlun fyrir BsVest.
Skýrsla lögð fram til kynningar og umræður.
3.Reglur um niðurgreiðslu kostnaðar vegna sálfræðitíma. - 2013050033
Lögð fram drög að reglum Ísafjarðarbæjar um niðurgreiðslu kostnaðar vegna sálfræðitíma.
Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar, sem verði endurskoðaðar í lok janúar ár hvert.
4.Félagsskýrslur 2013. - 2013050032
Lögð fram skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2012. Skýrslan tekur til fjárhagsaðstoðar, heimaþjónustu og daggæslu barna á einkaheimilum.
Lagt fram til kynningar.
5.Þjónustuíbúðir á Tjörn. - 2012010026
Sædís María Jónatansdóttir greindi frá því að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur hætt við sumarlokun á Tjörn og því er ekki þörf á að ráða starfsfólk í vöktun á öryggiskerfi.
Til kynningar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?