Velferðarnefnd

446. fundur 05. mars 2020 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Þjónustu vegna skattframtala við þjónustuþega beint - 2020030002

Kynnt að þjónustuþegum sem eru í þörf fyrir aðstoð við gerð skattframtala, verði leiðbeint að fá aðstoð hjá Ríkisskattstjóra við skattframtöl einstaklinga.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dagsettur 25. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. Umsagnarfrestur er til 17. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. febrúar sl. með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál, sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 10. mars nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl. þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?