Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Aðstoð vegna áfallastreitu - 2020020001
Kynnt verkefni samráðshóps áfallahjálpar á Vestfjörðum um aðstoð vegna áfallastreitu í kjölfar snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði þann 14. janúar.
Verkefnið kynnt. Velferðarnefnd fagnar verkefninu.
3.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015
Lagt er fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 10. október sl., ásamt fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2020, með fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.
Velferðarnefnd telur brýna þörf fyrir þessa þjónustu og mikilvægt að hún sé veitt áfram í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að veita styrk, enda hafi verið gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun 2020.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edvald, f.h. nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpi til breytingar á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál. Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til afgreiðslu í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?