Velferðarnefnd

377. fundur 16. apríl 2013 kl. 18:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir formaður
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson aðalmaður
  • Ari Klængur Jónsson aðalmaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 377. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Daníel Jakobsson bæjarstjóri mætti til fundar við umræðu 6. liðar, málsnr. 2010070042.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Umsókn um leyfi fyrir daggæslu - 2013040005

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 4. apríl s.l. þar sem Inga Sif Ibsen Ingvarsdóttir kt. 100591-3759, sækir um leyfi sem dagforeldri hjá Ísafjarðarbæ, á Bakkaskjóli í Hnífsdal. Fyrir liggja samþykkt vottorð.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.

Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.

3.Þjónustuíbúðir á Tjörn. - 2012010026

Lagður fram tölvupóstur frá Herði Högnasyni, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dags. 5. apríl s.l. Í tölvupóstinum er tilkynnt að hjúkrunardeildin á Tjörn á Þingeyri verði lokuð frá 1. júní til ca. 15. ágúst 2013.
Lagt fram til kynningar og starfsfólki fjölskyldusviðs falið að vinna að útfærslu þjónustu á Tjörn í sumarlokun hjúkrunardeildarinnar.

4.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lagður fram tölvupóstur frá Bergljótu Þrastardóttur á Jafnréttisstofu dags 12. mars s.l. þar sem fram kemur vilji Jafnréttisstofu til að halda námskeið um samþættingu kynjasjónarmiða og aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi.
Lagt fram til kynningar og starfsmanni falið að skipuleggja námskeiðin.

5.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lögð fram fundargerð 28. fundar BSVest.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2010-2012 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð 26. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Daníel Jakobsson bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hjúkrunarheimilisins Eyrar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?