Velferðarnefnd

443. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmál færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2020.
Sviðsstjóri kynnti fjárhagáætlunargerð fyrir árið 2020.

3.Sumardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal 2017-2020 - 2017090009

Lagt fram erindi frá Vilmundi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra dags. 6. september 2019, þar sem óskað er eftir þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni.
Velferðarnefnd samþykkir erindið enda er gert ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

4.Endurskoðun reglna - 2019110016

Lögð fyrir samantekt yfir erindisbréf, reglur og stefnur Ísafjarðarbæjar í velferðarmálum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?