Velferðarnefnd

376. fundur 12. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir formaður
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Helga Björk Jóhannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 376. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Ari Klængur Jónsson boðaði forföll en í hans stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll, en varamaður hennar komst ekki í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2011020053

Lögð fram drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.
Drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar og starfsmönnum falið að koma ábendingum varðandi starfsmannastefnuna á framfæri við ritara starfshópsins.

3.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040

Lagðar fram uppfærðar áætlanir fyrir Ísafjarðarbæ á greiðslum á almennum og sérstökum húsaleigubótum fyrir árið 2013.
Áætlanir lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lögð fram fundargerð 27. fundar verkefnahóps BSVest.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál.

Sálfræðiþjónusta.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að koma með drög að reglum um sálfræðiaðstoð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?