Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004
Umræður fóru fram um framtíðarskipulag í sorpmálum.
Umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram og kynna fyrir næsta fund.
2.Fjallskil 2019 - 2019080030
Umræður um úrbætur á fjárgirðingum við Holtahverfi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur eðlilegt að sett verði niður ristarhlið við Hafrafellsháls til að takmarka lausagöngu búfjár í þéttbýli. Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir samstarfi við Vegagerðina til að koma málum af stað.
Gestir
- Kristján Andri Guðjónsson - mæting: 08:35
3.Eftirlitsskýrsla vegna Ísafjarðarbær-Fráveita Ísafjörður - 2019080043
Kynnt eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. ágúst 2019 varðandi fráveitu á Ísafirði.
Nefndin þakkar fyrir skýrsluna. Tæknideildinni er falið að kostnaðarmeta aðgerðir í frárennslismálum og meta þörf á viðhaldi lagna, og leggja fyrir næsta fund.
4.Kirkjuból í Korpudal - Endurheimt votlendis - 2019090050
Lögð fram tilkynning um framkvæmdir og verkáætlun frá Votlendissjóði vegna endurheimtar votlendis á jörðinni Kirkjuból í Korpudal í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til Umhverfisnefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til Umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd fagnar framkvæmdinni og gerir ekki athugasemd.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?