Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
87. fundur 27. ágúst 2019 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090

María Hildur Maack, starfsmaður Vestfjarðastofu, kynnir framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar sveitafélaga á Vestfjörðum.
María Hildur Maack kynnti umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Gestir

  • María Hildur Maack - mæting: 08:15

2.Málefni hverfisráða - 2017010043

Tekið fyrir erindi Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði, sem m.a. snýr að sorpflokkun.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að kynna sorpflokkun í sveitarfélaginu í samstarfi við upplýsingafulltrúa og Gámaþjónustu Vestfjarða.

3.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umhverfisfulltrúi upplýsir um stöðu í jarðgerðarmálum.
Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála í jarðgerð Ísafjarðarbæjar. Frá áramótum hafa safnast rúm 72 tonn af lífrænum úrgangi til jarðgerðar, sem er í samræmi við þær áætlanir sem gerðar voru í aðdraganda útboðs 2017. Eitthvað hefur borið á aðskotahlutum, svo sem plasti, í söfnuninni þannig að ekki hefur verið hægt að koma moltunni í dreifingu. Umhverfisnefnd hvetur íbúa til að gæta að flokkuninni svo bæta megi gæði moltunnar.

4.Gleiðarhjalli, mótvægisaðgerðir - 2019080049

Lögð fram drög að mótvægisaðgerðum vegna uppbyggingu snjóflóðavarnargarða undir Gleiðarhjalla, unnin af Verkís í júní 2019. Einnig lögð fram til samanburðar tillaga að mótvægisaðgerðum unnin af teiknistofunni Eik í ágúst 2011.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að sjá til þess að verkið verði unnið í samræmi við gögn sem kynnt voru 2011.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?