Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Umræður um gjaldskrár ársins 2020.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020. Tilmælin gera ráð fyrir því að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.
2.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005
Rætt um nýja umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar, uppfærða með hliðsjón af alþjóðlegum heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Nefndin ákveður eftir umræðu um efni stefnunnar að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi sínum.
3.World Oceans Day 2019 - 2019050053
Lagt fram kynningarbréf Rheanna Drennan um alþjóðlega hafdaginn, World Oceans Day 2019, sem verður 8. júní. Í bréfinu koma m.a. upplýsingar um viðburð sem nemendur úr Háskólasetri Vestfjarða og fleiri eru að skipuleggja og beiðni um smávægilega aðstoð í formi ráðgjafar og afnota af landi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kærlega fyrir gott framtak og felur umhverfisfulltrúa að aðstoða aðstandendur viðburðarins.
4.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030
Umræða um hraðatakmarkandi aðgerðir á Þingeyri.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja eftir áformum um aðgerðir.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?