Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
83. fundur 23. apríl 2019 kl. 08:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Uhverfisfulltrúi kynnir vinnu við umferðaröryggisáætlun 2019.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna umferðaröryggisáætlun í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi, einnig að óska eftir við Vegagerðina að hraðatakmarkandi ljósaskilti verði sett upp við innkomu í þéttbýliskjarna Ísafjarðarbæjar.

2.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005

Lögð fram ný drög að umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar, uppfærð með hliðsjón af alþjóðlegum heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Frestað til næsta fundar.

3.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - 2016070031

Lagt er fram bréf Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna beiðni Íslenska Kalkþörungafélagsins, Bíldudal, um framleiðsluaukningu. Fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á Bíldudal gefin út í apríl 2019 er jafnframt lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1058. fundi sínum 15. apríl sl. og vísaði því til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, nefndin telur framkvæmdin því ekki háða mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til innsendra gagna og viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Fyrsta umræða um gjáldskrár sem tilheyra umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að yfirfara gjaldskrár með hliðsjón af ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2018 og leggja fram á næsta fundi.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?