Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005
Umræður um aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna að gerð nýrrar umhverfisáætlunar sveitarfélagsins þar sem koma fram mögulegar aðgerðir í loftslagsmálum.
2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Umræður um framtíðarskipulag útivistarsvæðis.
Formaður kynnti stöðu mála. Fram kom í máli formanns að fimm manna starfshópur vinnur að drögum að skipulaginu og verða þau drög lögð fyrir nefndina á síðari stigum málsins.
Steinunn Guðný Einarsdóttir vék af fundi klukkan 8:55 þegar fram fóru umræður um 3. lið.
3.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103
Lagður fram tölvupóstur Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dags. 13. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Arctic Sea Farm vegna sjókvíaeldis að Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins út frá umhverfissjónarmiðum og vísar í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 2015. Nefndin lýsir yfir undrun sinni á fyrirkomulagi leyfisveitinga í fiskeldi og bendir á þá staðreynd að hér er verið að veita umsögn vegna sex ára gamallar umsóknar, en samkvæmt gildandi lögum um fiskeldi skal samtímis veita umsækjanda starfsleyfi og rekstrarleyfi sem er klárlega ekki verið að gera í þessu tilfelli.
Steinunn kom aftur til fundar klukkan 09.14.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?