Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
76. fundur 08. janúar 2019 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Kynnt eru lokadrög að stjórnunar- og verndaráætlun 2018-2027 fyrir friðlandið á Hornströndum, dagsett í desember 2018.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1042. fundi sínum 17. desember sl., og óskaði eftir því að drögin yrðu kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Kristín Ósk Jónasdóttir, landvörður í friðlandi Hornstanda, kynnti og ræddi drögin.
Kristín Ósk yfirgaf fundinn klukkan 09.00.

Gestir

  • Kristín Ósk Jónasdóttir (UST) - mæting: 08:10

2.Glersöfnun frá heimilum - 2019010001

Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 2.1.2019, varðandi glersöfnun í sveitafélaginu.
Nefndin felur tæknideild að vinna málið áfram og koma upp söfnunarstöðum fyrir gler í sveitarfélaginu.

3.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Magntölur sorphirðu ársins 2018.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi kynnti niðurstöður mælinga á sorpmagni í Ísafjarðarbæ á árinu 2018.

4.Sláttur opinna svæða 2019 - útboð - 2018100028

Lagðar fram teikningar vegna útboðs á slætti opinna svæða 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?