Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Magnús Einar Magnússon mætti ekki til fundar og enginn í hans stað.
1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004
Umhverfisfulltrúi upplýsti umhverfis- og framkvæmdanefnd um stöðu mála og fulltrúi Gámaþjónustu Vestfjarða kom til fundar við nefndina.
Fram kom í máli umhverfisfulltrúa og fulltrúa Gámaþjónustu Vestfjarða að 3.190 kg af lífrænum úrgangi hafi komið úr fyrstu söfnun, en áætlanir gera ráð fyrir að á ári hverju safnist milli 90 og 170 tonn. Fyrsti jarðgerðargámurinn af sex er kominn á Funa og söfnun og úrvinnsla fer vel af stað.
Nefndin þakkar framkomnar upplýsingar.
Nefndin þakkar framkomnar upplýsingar.
Gunnar Árnason yfirgaf fundinn klukkan 9.35.
Gestir
- Gunnar Árnason - mæting: 08:10
2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Umræður um framtíðarskipulag verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir verkáætlun þriggja manna starfshóps um framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir fyrstu verkáætlunum og hugmyndum í kringum áramót.
3.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005
Umræður um mögulegar aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum.
Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman tillögur að aðgerðum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.Fráveita og umhverfi - 2018110004
Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 5. nóvember sl., um ábendingar til íbúa varðandi umgengni um fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að kynna málið fyrir íbúum og fyrirtækjum á alþjóðlega salernisdeginum þann 19. nóvember.
Fundi slitið - kl. 09:08.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?