Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Samþykkt um sorpmál - 2018080026
Kynntar tillögur heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis varðandi samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ. Tillögurnar voru samþykktar á 119. fundi nefndarinnar sem haldinn var föstudaginn 26. október.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögur heilbrigðisnefndar Vestfjarða og vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Kynntar breytingar á gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2019.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðar breytingar og vísar gjaldskrá tjaldsvæðis til bæjarstjórnar.
3.Göngustígar 2019 - 2018060076
Lagðar fram athugasemdir hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, dags. 16. okt. 2019, vegna umræðu um göngustíga 2019.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hverfisráði Holta-, Tungu-, og Seljalandshverfis fyrir innsendar athugasemdir. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar á áætlun um uppbyggingu göngustíga og fella út hugmyndir um stíg upp þjónustuveg í Kubba.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?