Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2019 - 2018030083
Kynnt drög að gjaldskrá næsta árs fyrir sorphirðu og -förgun, hundahald, kattahald og tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gjaldskrár fylgi áætlaðri verðlagsþróun næsta árs. Gjaldskrá tjaldsvæða hækki ekki í ár, þar sem gjaldliðir hennar standa á heilu hundraði.
2.Samþykkt um sorpmál - 2018080026
Lögð fram lokadrög nýrrar samþykktar um sorpmál. Helstu breytingar varða sorphirðu einstaklinga og fyrirtækja í dreifbýli.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um sorpmál verði samþykkt.
3.Göngustígar 2019 - 2018060076
Lagt fram minnisblað Ralf Trylla umhverfisfulltrúa, dags. 7. september 2018, um göngustígakerfi í Ísafjarðarbæ ásamt uppfærðri viðhaldsáætlun og flokkun göngustíga.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að óska eftir umsögnum hverfisráða Ísafjarðarbæjar um gögnin.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?