Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dagsett 27. júní sl., varðandi hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Leggja þeir til að hafist verði handa við skipulagningu/hönnun útvistarsvæða í Skutulsfirði með áherslu á Tungudal, Seljalandsdal og heiðarnar þar fyrir ofan.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og mun halda áfram vinnu við það á næsta fundi eftir sumarfrí.
2.Gangstéttir 2019 - 2018060075
Lögð fram úttekt Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 28. júní 2018, á ástandi gangstétta í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júkí sl., og vísaði úttektinni til kynningar og umfjöllunar í hverfisráðum, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júkí sl., og vísaði úttektinni til kynningar og umfjöllunar í hverfisráðum, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 verði miðað við að viðhald verði í Holtahverfi og á Þingeyri.
Einnig er lagt til að unnið verði að 3 ára áætlun um viðhaldsvinnu.
Einnig er lagt til að unnið verði að 3 ára áætlun um viðhaldsvinnu.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?