Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Kynnt drög að gjaldskrám á sviði umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar á drögunum í samræmi við umræður og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
2.Samþykkt um sorpmál - 2018080026
Kynnt drög að breytingum á samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að afla upplýsinga um kynningarefni og leggja tillögurnar að nýju fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dagsett 27. júní sl., varðandi hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Leggja þeir til að hafist verði handa við skipulagningu/hönnun útvistarsvæða í Skutulsfirði með áherslu á Tungudal, Seljalandsdal og heiðarnar þar fyrir ofan.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Erindið var áður á dagskrá á 68. fundi nefndarinnar þann 10. júlí.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Erindið var áður á dagskrá á 68. fundi nefndarinnar þann 10. júlí.
Formanni falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?