Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
69. fundur 28. ágúst 2018 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Kynnt drög að gjaldskrám á sviði umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar á drögunum í samræmi við umræður og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Samþykkt um sorpmál - 2018080026

Kynnt drög að breytingum á samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að afla upplýsinga um kynningarefni og leggja tillögurnar að nýju fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dagsett 27. júní sl., varðandi hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Leggja þeir til að hafist verði handa við skipulagningu/hönnun útvistarsvæða í Skutulsfirði með áherslu á Tungudal, Seljalandsdal og heiðarnar þar fyrir ofan.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Erindið var áður á dagskrá á 68. fundi nefndarinnar þann 10. júlí.
Formanni falið að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?