Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Lagt fram erindisbréf Umhverfis- og framkvæmdanefnd 2018
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að bæta umferðaröryggisáætlun við erindisbréf nefndarinnar og fella út fjallskil.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Umræða um gjaldskrár á sviði umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að leggja fram drög að nýjum gjaldskrám á næsta fundi nefndarinnar.
3.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030
Lögð fram áætlun um staðsetningu á fyrirhuguðum hraðahindrunum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að bæta inn á uppdrætti hraðahindrunum á Seljalandsvegi við hús númer 4a og 28-30 og fella út hraðahindrun við Urðarveg 50, einnig að kanna möguleika á að setja upp spegla við gatnamót Holtabrautar við Kjarrholt, Lyngholt og Móholt.
4.Umferð við snjóflóðagarða - 2018050078
Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Sæmunds dags. 4. maí varðandi umferð bak við snjóflóðagarða fyrir neðan Gleiðarhjalla
Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki heimilað akstur vélknúinna ökutækja eftir stígum og þjónustuvegum við snjóflóðavarnargarða í Ísafjarðarbæ.
5.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 4. maí sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1018. fundi sínum, 28. maí sl., og vísaði því til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1018. fundi sínum, 28. maí sl., og vísaði því til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Lagt fram.
6.Hænsnahald innan þéttbýlis- úmsóknir og leyfi - 2016110037
Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Pétri Jónssyni, dags. 8.5.2018 vegna dýrahalds í þéttbýli.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að farið sé eftir byggingareglugerð með staðsetningu á hænsnakofum og vísar erindinu til nánari skoðunar á tæknideild Ísafjarðarbæjar.
7.Ýmislegt mál tæknideild 2018 - 2018050052
Umræða um eftirfarandi mál:
- Umferðaröryggismál og hvað við þurfum að gera í þeim málum.
- Bílastæðamál í miðbænum
- Varnargarðar - frágangur í Erninum og undir Kubba.
- Göngustígar, Suðureyri, Þingeyri, Ísafjörður, útboð, frágangur og eftirlit.
- Umferðaröryggismál og hvað við þurfum að gera í þeim málum.
- Bílastæðamál í miðbænum
- Varnargarðar - frágangur í Erninum og undir Kubba.
- Göngustígar, Suðureyri, Þingeyri, Ísafjörður, útboð, frágangur og eftirlit.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að taka saman upplýsingar um verkefni í göngustígum, bílastæðamálum og frágang við varnargarða og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
8.Hundasvæði - 2018060021
Lagður fram tölvupóstur dags. 11. 6. 2018 frá Svanfríði G. Bergvinsdóttur varðandi hundasvæði í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.
9.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100
Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 25. maí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um framkvæmdina ?Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ?.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði eftir fresti til að skila umsögn til 6. júlí, og óskaði jafnframt eftir tillögu að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði eftir fresti til að skila umsögn til 6. júlí, og óskaði jafnframt eftir tillögu að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun um framkvæmdina.
10.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092
Lögð fram frétt af heimasíðu Umhverfisstofnunar, https://www.ust.is/ sem birt var 7. júní sl., ásamt auglýsingu um friðlandið á Hornströndum frá 13. ágúst 1983 og drögum að stjórnunar- og verndaráætlun um friðland á Hornströndum, dagsettum í júní 2018. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum um drögin er til 17. júlí nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði efir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði efir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?