Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
65. fundur 24. apríl 2018 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla umhverfisfulltrúa um vistgötur innanbæjar.
Meðfylgjandi minnisblað gerir ráð fyrir því að Smiðjugata, Þvergata og Tangagata að Austurvegi verði gerðar að vistgötum. Nefndin felur tæknideild að kynna hugmyndina fyrir íbúum í umræddum götum.

2.Göngustígar 2018 - 2018010003

Lögð fram drög að áætlun um göngustígaframkvæmdir 2018.
Nefndin felur tæknideild að vinna málið áfram.

3.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Rætt um frágang á göngustígum á ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði.
Unnið er að útboðsgögnum fyrir mótvægisaðgerðir. Málið verður tekið fyrir um leið og gögn eru tilbúin.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?