Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sorpmál 2018 - eftirlit GV - 2018010004
Umræður um upplýsingabækling frá Gámaþjónustu Vestfjarða.
Rætt um upplýsingabækling frá Gámaþjónustu Vestfjarða sem er væntanlegur í dreifingu á næstunni. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að verkinu verði hraðað eins og kostur er.
2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030
Fundur Ísafjarðarbæjar og lögreglustjóra varðandi vistgötur innanbæjar og annað tengt umferðaröryggi.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi ræddi um fund sinn með lögreglustjóra. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur honum að vinna málið áfram með það að markmiði að gera þröngar íbúðargötur í neðri bæ Ísafjarðar að vistgötum.
3.Dynjandi - skipulag o.fl. - 2016040074
Lagðir fram tölvupóstar dags. 21.3.2018 og 28.3.2018 frá Eddu Kristínu Eiríksdóttur, sérfræðingi Umhverfisstofnunar, um Dynjanda og stöðu framkvæmda vegna aukins álags.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir óánægju með seinagang í nauðsynlegum framkvæmdum á Dynjanda og varar sterklega við frekari töfum sem geta orðið til að valda miklu tjóni á þessu ómetanlega svæði.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?