Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
62. fundur 06. mars 2018 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram erindi Gauta Geirssonar, dags.19. febrúar, f.h. Hreinna Hornstranda þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að ruslahreinsun á Hornströndum. Bæjarráð tók erindið fyrir á 1007. fundi sínum 26. febrúar sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar. Þann 28. febrúar barst annar póstur frá Gauta, ásamt minnisblaði, með leiðréttri dagsetningu ruslahreinsunarinnar, og er hann lagður fram hér.
Nefndin fagnar framtakinu og hvetur aðstandendur til áframhaldandi góðra verka.

2.Vegvísir í þéttbýli - 2018020013

Lagðar fram athugasemdir frá Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri varðandi vegvísi í bænum.
Lagt fram til kynningar.

3.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lögð fram úttekt á frárennslislögnum í Ísafjarðarbæ.
Nefndin fagnar skýrslunni og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna að forgangsröðun verkefna og leggja fyrir fund nefndarinnar.

4.Sorpmál 2018, eftirlit Gámaþjónustunnar - 2018010004

Kynnt minnisblað Juris slf. dags. 1. mars 2018 um sorpflokkun í Ísafjarðarbæ.
Kynnt.

5.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum - 2017010114

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. mars sl., ásamt erindi þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar sambandsins frá 23. febrúar 2018, með hvatningu til sveitarstjórna o.fl. um að kynna sér drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og senda umsögn um drögin ef talið er tilefni til.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1008. fundi sínum 5. mars sl. og vísaði til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?