Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vegvísir í þéttbýli - 2018020013
Lögð fram tillaga tæknideildar um vegvísa innan þéttbýliskjarna í Ísafjarðarbæ.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og óska eftir umsögnum hverfisráða í Ísafjarðarbæ.
2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030
Ökuhraði á Eyrinni á Ísafirði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur nauðsynlegt að leita leiða til að lækka ökuhraða í gamla bænum á Ísafirði, t.d. með því að skilgreina ákveðnar götur sem vistgötur. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu og leggja það aftur fyrir nefndina.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?