Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
60. fundur 06. febrúar 2018 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Lögð fram áætlun um viðhald gangstétta á árinu 2018.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða áætlun.

2.Vegvísar í þéttbýli - 2018020013

Umræður um vegvísa innanbæjar.
Rætt um nauðsyn á uppsetningu og uppfærslu vegvísa og skilta fyrir ferðamenn í Ísafjarðarbæ. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að gera áætlun um framkvæmdir og leggja fyrir nefndina.

3.Sorpmál á Ísafjarðarhöfn. - 2018020016

Lagð fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um sorp frá friðlandi Hornstranda.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að starfa með hafnarstjóra að úrbótum.

4.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lögð fram fyrirspurn Kristínar Hálfdánsdóttur varðandi úttekt á holræsismálum Ísafjarðarbæjar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Brynjari Þór Jónassyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að leggja skýrslu um úttekt fyrir næsta fund nefndarinnar. Einnig felur nefndin sviðsstjóra að skoða mögulega samnýtingu vegna fyrirhugaðrar lagningar háspennu- og hitaveitulagna meðfram Pollgötu.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?