Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
59. fundur 16. janúar 2018 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri, kynnir drög að skýrslu Verkís um frárennslislagnir í Ísafjarðarbæ.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Verkís og leggur til að farið verði í reglulegar sýnatökur á árinu.

2.Viðhaldsáætlun göngustíga - 2017040017

Viðhaldsáætlun göngustíga í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir framlagða viðhaldsáætlun.

3.Göngustígar 2018 - 2018010003

Umhverfisfulltrúi kynnir drög að áætlun um göngustígaframkvæmdir á árinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

4.Vernd og endurheimt votlendis - 2017120017

Lagt fram bréf Árna Bragasonar landgræðslustjóra, dagsett 12. desember sl., um hlutverk sveitarfélaga í tengslum við endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.
Erindið var tekið fyrir á 1000. fundi bæjarráðs 8. janúar sl. og vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram kemur í bréfinu.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?