Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
58. fundur 19. desember 2017 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
  • Sólveig Bessa Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Jónsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirspurn til UST um fiskeldi - 2017110005

Lögð fram svör Skipulagsstofnunar varðandi spurningar umhverfis- og framkvæmdanefndar um umhverfismat á fiskeldisumsóknum. Málið var áður á dagskrá á 57. fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðhaldsáætlun göngustíga - 2017040017

Kynnt drög að viðhaldsáætlun og flokkun fyrir göngustíga, gangstéttir og tengd mannvirki í sveitarfélaginu, unnin af tæknideild haustið 2017.
Nefndin þakkar umhverfisfulltrúa fyrir greinargóð drög. Málið verður unnið áfram á næsta fundi.

3.Vernd og endurheimt votlendis - 2017120017

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. desember sl., ásamt afriti af erindi til umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 4. desember 2017, þar sem tilkynnt er um samþykkt stjórnarinnar vegna verndar og endurheimtar votlendis, en samþykktin beinist einnig að öllum sveitarfélögum.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 998. fundi sínum 11. desember sl. og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur frá 8. desember sl., ásamt ályktun formannafundar frá 4. desember sl., þar sem Ísafjarðarbær er hvattur til að horfa til aðildarfélaga HSV með fleiri verkefni er lúta að viðhaldi og fegrun bæjarins.

Á 998. fundi bæjarráð Ísafjarðarbæjar var tekið jákvætt í erindið og því vísað til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd og til vinnslu á skóla- og tómstundasviði og umhverfis- og eignasviði.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og leggur til að deildir Ísafjarðarbæjar verði vakandi fyrir nýjum verkefnum.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?